Aðalfundur 2012

Aðalfundur Styrktar- og sjúkrasjóðs Reykjavíkur var haldinn á 5. hæð í Perlunni fimmtudaginn 24. maí 2012, á 145 starfsári sjóðsins.

Formaður sjóðsins, Bjarni Ingvar Árnason, setti fundinn kl. 12:15 og bauð menn velkomna til hádegisverðar í boði sjóðsins og Veitingahússins Perlunnar.

Gerði hann tillögu um fundarstjóra Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og ritara Erling Viðar Leifsson og var það samþykkt.

Ásgeir gekk til dagskrár og fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf:

  1. Skýrsla formanns
  2. Skýrsla gjaldkera
  3. Reikningar bornir upp til samþykktar
  4. Kosning stjórnar
  5. Kosning skoðunarmanna reikninga
  6. Önnur mál

Í skýrslu formanns lýst hann því starfi sem fram hefur farið frá síðasta aðalfundi og nefndi að sjóðurinn hefði einn fárra líknarfélaga hér á landi ekki tapað höfuðstól sínum að stórum hluta í kreppunni og kæmi þar til varkárni sem bæri að þakka þeim sem að komu.

Fór hann yfir það sem helst er rætt á stjórnarfundum, s.s. fjármálastöðu, félagafjölgun, væntanlegt 150 ára afmæli með útgáfu afmælisrits, verðuga, óumdeilanlega og framkvæmanlega tækjagjöf í tilefni afmælisins og annað tengt þeim merka atburði. Verkefnið þarf því að vera valið af kostgæfni svo hægt sé á ný að leita til styrkra bakhjarla. Gat hann síðan þeirra styrktarverkefna sem sjóðurinn með aðkomu sérstakrar Akademíu innan sjóðsins hefur skilað undanfarin 15 ár á fimm ára fresti.

Nefndi hann til með miklum þökkum þá styrktaraðila s.s. Pokasjóðs, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Eflingar stéttafélags, Eurocard og Visa, flestöll alvöru bifreiðaumboð á Íslandi og skipafélögin Eimskip og Samskip sem þar hafa að komið að með fjártillegg ásamt óeigingjörnum dugnaði þeirra sem setið hafa í Akademíunni hverju sinni.

Viðfangsefni næstu framtíðar væru stór og vel þyrfti að vanda til þannig að sem best tækist til.

Þá minntist hann látinna félaga og frú Maríu Guðmundsdóttur, ekkju okkar fyrri formanns, Ólafs Jenssonar og bað fundarmenn að heiðra minningu þeirra með því að standa upp úr sætum sínum.

Í lok ræðu sinnar þakkaði hann meðstjórnendum sínum samstarfið.

Fundarstjóri bar skýrslu formanns upp til umræðu og var hún samþykkt samhljóða.

Því næst var komið að skýrslu gjaldkera. Las Ásbjörn Einarsson fyrst upp niðurstöður reikninga fyrir starfsárið 2010 (1. janúar – 31. desember, 2010). Þar kom fram að rekstrartekjur námu kr. 1.730.944,-. Rekstrargjöld voru kr. 48.537,-. Eignir voru kr. 20.410.616,-  þar af óráðstafað eigið fé frá fyrra.ári kr. 18.728.209,- og hagnaður fluttur af rekstrarreikningi kr. 1.682.407,- .

Þá las hann einnig upp reikninga starfsársins 2011 (1. janúar – 31. desember, 2011) Þar kom fram að rekstrartekjur  námu kr. 2.129.900,-. Rekstrargjöld voru kr. 59.023,-. Eignir voru kr. 22.481.493,- þar af óráðstafað eigið fé frá fyrra ári kr. 20.410.616,- og hagnaður fluttur af rekstrarreikningi kr. 2.070.877,- .

Ekki  náðst í kjörna skoðunarmenn reikninga til að samþykkja og árita reikningana.

Voru reikningarnir bornir upp með þeim fyrirvörum og samþykktir samhljóða.

Kosning stjórnar var næst á dagskrá. Ritari gerði grein fyrir og kynnti þá stjórn sem starfaði og sem öll var í framboði til næstu stjórnar. Engin önnur framboð bárust og var því stjórnin sjálfkjörin.

Skipan hennar er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.ssvr.is.

Skoðunarmenn reikninga voru einnig endurkjörnir.

Undir liðnum önnur mál kom fram fyrirspurn til formanns frá Sigtryggi Þór Eyþórssyni um geymslu gagna sjóðsins. Svarið var að þau eru í góðri geymslu í Perlunni.

Undir sérsök mál flutti Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala, fundinum góðar kveðjur Guðmundar Vikars Einarssonar, læknis, sem tók við lasaertæki, sem notað er til blöðruhálsskurðlækninga, að gjöf frá sjóðnum til Landsspítalans fyrir 15 árum og hefur ávallt komið sér vel og staðið fyrir sínu.

Skýrði hann síðan frá stöðu krabbameinslækninga og –rannsókna og hvernig má ná betri undirtökum í þeim málum hér. Í samanburði þjóða standa Svíþjóð, Sviss og Ísland sig best, en við erum að falla úr meistaradeildinni þar sem mestu máli skiptir að hafa nána tengingu við bestu fræða- og rannsóknasetur heims. Þar kemur til

  1. stöðug þjálfun og endurnýjun fræða,
  2. besti tækjakostur og
  3. samhæfing innan heilbrigðiskerfisins og aðila utan kerfisins.

Karolinska Sjukhuset í Svíþjóð leggur áherslu á þjálfun þekkingar, besta tækjakost og aðgengi að lyfjum.

Helgi sagði: Okkur vantar umhverfið og erum með úreltan tækjakost til meðhöndlunar og greiningar. Og til stjórnmálamanna voru skilaboðin: Við (heilbrigðisstarfsfólk) viljum breyta því sem þið eruð að gera. Landspítalinn háskólasjúkrahús kallar á hjálp.

Þá sagði Pétur Hannesson, yfirlæknir geislagreiningar á Landspítala frá döprum fjárhag sem deildir Landspítalans hefðu úr að spila og lýsti í nokkru þeim tækjum sem sárlega vantar svo hægt sé að standa sig í þjónustu við krabbameinssjúka.

Jóhannes Jónsson, kaupmaður, lýst aðkomu sinni að störfum Akademíunnar fyrir 15 árum.

Einar Benediktsson fv. sendiherra og stjórnarmaður Framfarar, Krabbameinsfélags karla, rakti sögu félags síns og eigin reynslusögu og fór góðum orðum um kunnáttu og framkomu heilbrigðisstarfsfólks.

Jóhannes V Reynisson, skýrði stuttlega frá tilurð „Bláa naglans“, hugmyndinni og hvernig hún var virkjuð og um framhald hennar til frekari fjáröflunar.

Nokkrir aðrir tóku til máls um þau efni sem þarna komu fram.

Fundarstjóri sleit síðan fundi kl. 13:30.

Fundinn sóttu 34 þar af þrír utan félags.

Aðalfundur Styrktar- og sjúkrasjóðs Reykjavíkur var haldinn á 5. hæð í Perlunni fimmtudaginn 24. maí 2012, á 145 starfsári sjóðsins.

Formaður sjóðsins, Bjarni Ingvar Árnason, setti fundinn kl. 12:15 og bauð menn velkomna til hádegisverðar í boði sjóðsins og Veitingahússins Perlunnar.

Gerði hann tillögu um fundarstjóra Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og ritara Erling Viðar Leifsson og var það samþykkt.

Ásgeir gekk til dagskrár og fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf:

  1. Skýrsla formanns
  2. Skýrsla gjaldkera
  3. Reikningar bornir upp til samþykktar
  4. Kosning stjórnar
  5. Kosning skoðunarmanna reikninga
  6. Önnur mál

Í skýrslu formanns lýst hann því starfi sem fram hefur farið frá síðasta aðalfundi og nefndi að sjóðurinn hefði einn fárra líknarfélaga hér á landi ekki tapað höfuðstól sínum að stórum hluta í kreppunni og kæmi þar til varkárni sem bæri að þakka þeim sem að komu.

Fór hann yfir það sem helst er rætt á stjórnarfundum, s.s. fjármálastöðu, félagafjölgun, væntanlegt 150 ára afmæli með útgáfu afmælisrits, verðuga, óumdeilanlega og framkvæmanlega tækjagjöf í tilefni afmælisins og annað tengt þeim merka atburði. Verkefnið þarf því að vera valið af kostgæfni svo hægt sé á ný að leita til styrkra bakhjarla. Gat hann síðan þeirra styrktarverkefna sem sjóðurinn með aðkomu sérstakrar Akademíu innan sjóðsins hefur skilað undanfarin 15 ár á fimm ára fresti.

Nefndi hann til með miklum þökkum þá styrktaraðila s.s. Pokasjóðs, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Eflingar stéttafélags, Eurocard og Visa, flestöll alvöru bifreiðaumboð á Íslandi og skipafélögin Eimskip og Samskip sem þar hafa að komið að með fjártillegg ásamt óeigingjörnum dugnaði þeirra sem setið hafa í Akademíunni hverju sinni.

Viðfangsefni næstu framtíðar væru stór og vel þyrfti að vanda til þannig að sem best tækist til.

Þá minntist hann látinna félaga og frú Maríu Guðmundsdóttur, ekkju okkar fyrri formanns, Ólafs Jenssonar og bað fundarmenn að heiðra minningu þeirra með því að standa upp úr sætum sínum.

Í lok ræðu sinnar þakkaði hann meðstjórnendum sínum samstarfið.

Fundarstjóri bar skýrslu formanns upp til umræðu og var hún samþykkt samhljóða.

Því næst var komið að skýrslu gjaldkera. Las Ásbjörn Einarsson fyrst upp niðurstöður reikninga fyrir starfsárið 2010 (1. janúar – 31. desember, 2010). Þar kom fram að rekstrartekjur námu kr. 1.730.944,-. Rekstrargjöld voru kr. 48.537,-. Eignir voru kr. 20.410.616,-  þar af óráðstafað eigið fé frá fyrra.ári kr. 18.728.209,- og hagnaður fluttur af rekstrarreikningi kr. 1.682.407,- .

Þá las hann einnig upp reikninga starfsársins 2011 (1. janúar – 31. desember, 2011) Þar kom fram að rekstrartekjur  námu kr. 2.129.900,-. Rekstrargjöld voru kr. 59.023,-. Eignir voru kr. 22.481.493,- þar af óráðstafað eigið fé frá fyrra ári kr. 20.410.616,- og hagnaður fluttur af rekstrarreikningi kr. 2.070.877,- .

Ekki  náðst í kjörna skoðunarmenn reikninga til að samþykkja og árita reikningana.

Voru reikningarnir bornir upp með þeim fyrirvörum og samþykktir samhljóða.

Kosning stjórnar var næst á dagskrá. Ritari gerði grein fyrir og kynnti þá stjórn sem starfaði og sem öll var í framboði til næstu stjórnar. Engin önnur framboð bárust og var því stjórnin sjálfkjörin.

Skipan hennar er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.ssvr.is.

Skoðunarmenn reikninga voru einnig endurkjörnir.

Undir liðnum önnur mál kom fram fyrirspurn til formanns frá Sigtryggi Þór Eyþórssyni um geymslu gagna sjóðsins. Svarið var að þau eru í góðri geymslu í Perlunni.

Undir sérsök mál flutti Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala, fundinum góðar kveðjur Guðmundar Vikars Einarssonar, læknis, sem tók við lasaertæki, sem notað er til blöðruhálsskurðlækninga, að gjöf frá sjóðnum til Landsspítalans fyrir 15 árum og hefur ávallt komið sér vel og staðið fyrir sínu.

Skýrði hann síðan frá stöðu krabbameinslækninga og –rannsókna og hvernig má ná betri undirtökum í þeim málum hér. Í samanburði þjóða standa Svíþjóð, Sviss og Ísland sig best, en við erum að falla úr meistaradeildinni þar sem mestu máli skiptir að hafa nána tengingu við bestu fræða- og rannsóknasetur heims. Þar kemur til

  1. stöðug þjálfun og endurnýjun fræða,
  2. besti tækjakostur og
  3. samhæfing innan heilbrigðiskerfisins og aðila utan kerfisins.

Karolinska Sjukhuset í Svíþjóð leggur áherslu á þjálfun þekkingar, besta tækjakost og aðgengi að lyfjum.

Helgi sagði: Okkur vantar umhverfið og erum með úreltan tækjakost til meðhöndlunar og greiningar. Og til stjórnmálamanna voru skilaboðin: Við (heilbrigðisstarfsfólk) viljum breyta því sem þið eruð að gera. Landspítalinn háskólasjúkrahús kallar á hjálp.

Þá sagði Pétur Hannesson, yfirlæknir geislagreiningar á Landspítala frá döprum fjárhag sem deildir Landspítalans hefðu úr að spila og lýsti í nokkru þeim tækjum sem sárlega vantar svo hægt sé að standa sig í þjónustu við krabbameinssjúka.

Jóhannes Jónsson, kaupmaður, lýst aðkomu sinni að störfum Akademíunnar fyrir 15 árum.

Einar Benediktsson fv. sendiherra og stjórnarmaður Framfarar, Krabbameinsfélags karla, rakti sögu félags síns og eigin reynslusögu og fór góðum orðum um kunnáttu og framkomu heilbrigðisstarfsfólks.

Jóhannes V Reynisson, skýrði stuttlega frá tilurð „Bláa naglans“, hugmyndinni og hvernig hún var virkjuð og um framhald hennar til frekari fjáröflunar.

Nokkrir aðrir tóku til máls um þau efni sem þarna komu fram.

Fundarstjóri sleit síðan fundi kl. 13:30.

Fundinn sóttu 34 þar af þrír utan félags.